Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2023 18:34 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Egill Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður. Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu