„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. mars 2023 20:10 Jóhann Páll var ómyrkur í máli þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22