Stöðugur óstöðugleiki í leikskólamálum Birgir Smári Ársælsson skrifar 7. mars 2023 08:00 Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun