Stöðugur óstöðugleiki í leikskólamálum Birgir Smári Ársælsson skrifar 7. mars 2023 08:00 Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar