Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2023 14:13 Hilmar Þór Björnsson arkitekt vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Egill/Aðsend Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið. Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira