Hvað lærðum við af fjöldatakmörkunum í leikskólastarfi? Bóas Hallgrímsson skrifar 8. mars 2023 11:01 Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“. Þær Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Svava Björg Mörk rannsökuðu áhrif faraldursins og á leikskólastarf og skrifuðu í kjölfarið grein sem birt var á Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun þann 31. desember 2020. Titill greinarinnar var Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“ Markmið rannsóknarinnar var, samkvæmt höfundum „að varpa ljósi á mat stjórnenda á hvaða áhrif takmarkanir í skólastarfi í fyrstu bylgju Covid-19 höfðu á leik barna í leikskólum og hlutverk starfsfólks“. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem deilt var á 248 leikskóla um land allt og með átta einstaklingsviðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru um margt áhugaverðar, en áhrif takmarkana á leik barna voru umtalsverð. Rannsóknin leiddi í ljós að áhrif á leik barna voru jákvæð, börn nutu sín betur í leik, leikurinn dýpkaði og gæðastundir urðu fleiri og betri. Starfið varð yfirvegaðra og einfaldara. Hvert barn fékk meiri athygli og umönnun. Önnur áhugaverð niðurstaða var sú að starfsfólk varð síður veikt og líkum að því leiddar það væri vegna þess að álag dróst saman. Viðmælendur rannsakenda töldu tækifæri hafa orðið til með því að draga úr stífu dagsskipulagi og lofa börnunum að njóta stundarinnar, hvers augnabliks. Börnin höfðu meira andrými til þess að þróa leik sinn og eins fengu þau aukið umboð til þess að hafa áhrif á dagskrána í leikskólum landsins. Vellíðan barna og fullorðinna jókst á meðan takmarkanir voru í gildi sem er áhugavert . Vissulega kom fram að neikvæð áhrif hefðu komið fram, einkum og sérílagi í formi söknuðar og einmanaleika – en heilt yfir þóttu hin jákvæðu áhrif meiri og dýpri. Tveir þættir virtust hafa mest áhrif til hins betra; einfaldara dagsskipulag og færri börn í hverju leikrými. Eins var umfang leikfanga til skoðunar, en vegna smithættu var svöruðu 90% því játandi að leikföng hefðu verið fjarlægð af deildum leikskóla. Það þótti þó alls ekki koma að sök, börn finna nefnilega leiðir til sköpunar og leikefni þarf ekki að vera í ofgnótt. Auk þess sem þegar hefur verið upptalið kom það fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að andrúmsloftið í leikskólunum varð rólegra, áreiti og hávaði dróst saman og að sú rósemd sem því fylgdi hafi leitt til aukinnar vellíðanar hjá bæði börnum og starfsfólki. Þessar niðurstöður ríma mjög vel við upplifun okkar hjá Hjallastefnunni af fagstarfi með börnum. En Hjallastefnan sem hugmyndafræði í menntun og uppeldi barna hefur alla tíð lagt á það mikla áherslu að barnahópar séu ekki of stórir og að starfsfólk hafi andrými til þess að mæta hverju barni á hverjum degi – að allt starfslið Hjallastefnuskóla nýti hvert tækifæri til þess að sýna hverju eins og einasta barni athygli og kærleika í hlýju viðmóti, snertingu og orðalagi. Lýðræðislegar æfingar fara fram á hverjum degi í Hjallastefnuskólum þar sem valtímar eru hluti af dagskipulagi og á valfundum er það áhugi hvers barns sem ræður förinni. Valfundir eru um helmingur af dagskrá skólanna og er valið hugsað til þess að mæta hverju barni. Með valinu fá börn notið sín í sjálfsprottnum leik sem byggir á áhugahvöt þeirra og hefur það að markmiði að gæta að frelsi einstaklingsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og þetta æfum við með öllum börnum sem Hjallastefnunni er treyst fyrir. Allra yngstu börnin taka vissulega ekki þátt í formlegum lýðræðisfundum en vísirinn að slíkum fundum er kynntur um leið og forsendur eru til staðar. Börn læra nefnilega mikið í gegnum leik og það nám sem fram fer í gegnum leik hefur jákvæð áhrif á hið formlegra nám sem þeirra bíður síðar á lífsleiðinni. Á meðan að dagskipulag á leikskólum er einfalt og fjöldi barna í hverju leikrými er hófstilltur þá verða sannarlega til galdrar á leikskólum og þetta þekkjum við af eigin raun. Fái börn notið sín í leik þá verða til galdrar. Leikföng í hinum hefðbundna skilningi eru ekki forsenda leiks, það er nefnilega galdur í því fólginn að notast við opinn efnivið sem hvetur til sköpunar og frumlegrar nálgunar. Trékubbar geta orðið að skýjakljúfum, risaeðlum, dádýrum, ökutækjum og ungabörnum. Trjágreinar geta orðið að geimskipum, töfrasprotum og hljóðnemum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað leir getur verið í höndum skapandi barns – og öll börn eru skapandi og frumleg í hugsun. Ég hvet ykkur, lesendur góðir, til þess að eiga samtal við börn og upplifa það hvernig frumkraftur sköpunar á sér ávallt uppsprettu í hugum barna. Kæru Ingibjörg Ósk og Svava Björg ég veit að það er talsvert liðið frá birtingu greinarinnar en það er ekki langt síðan að ég rakst á hana. Ég vildi bara þakka ykkur fyrir að vinna þessa þörfu rannsókn og kynna niðurstöður hennar fyrir okkur og takk fyrir að draga það fram að fái börn notið þess að læra í gegnum leik, í ró og næði, þá er það best til þess fallið að auka á vellíðan og farsæld þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“. Þær Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Svava Björg Mörk rannsökuðu áhrif faraldursins og á leikskólastarf og skrifuðu í kjölfarið grein sem birt var á Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun þann 31. desember 2020. Titill greinarinnar var Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“ Markmið rannsóknarinnar var, samkvæmt höfundum „að varpa ljósi á mat stjórnenda á hvaða áhrif takmarkanir í skólastarfi í fyrstu bylgju Covid-19 höfðu á leik barna í leikskólum og hlutverk starfsfólks“. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem deilt var á 248 leikskóla um land allt og með átta einstaklingsviðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru um margt áhugaverðar, en áhrif takmarkana á leik barna voru umtalsverð. Rannsóknin leiddi í ljós að áhrif á leik barna voru jákvæð, börn nutu sín betur í leik, leikurinn dýpkaði og gæðastundir urðu fleiri og betri. Starfið varð yfirvegaðra og einfaldara. Hvert barn fékk meiri athygli og umönnun. Önnur áhugaverð niðurstaða var sú að starfsfólk varð síður veikt og líkum að því leiddar það væri vegna þess að álag dróst saman. Viðmælendur rannsakenda töldu tækifæri hafa orðið til með því að draga úr stífu dagsskipulagi og lofa börnunum að njóta stundarinnar, hvers augnabliks. Börnin höfðu meira andrými til þess að þróa leik sinn og eins fengu þau aukið umboð til þess að hafa áhrif á dagskrána í leikskólum landsins. Vellíðan barna og fullorðinna jókst á meðan takmarkanir voru í gildi sem er áhugavert . Vissulega kom fram að neikvæð áhrif hefðu komið fram, einkum og sérílagi í formi söknuðar og einmanaleika – en heilt yfir þóttu hin jákvæðu áhrif meiri og dýpri. Tveir þættir virtust hafa mest áhrif til hins betra; einfaldara dagsskipulag og færri börn í hverju leikrými. Eins var umfang leikfanga til skoðunar, en vegna smithættu var svöruðu 90% því játandi að leikföng hefðu verið fjarlægð af deildum leikskóla. Það þótti þó alls ekki koma að sök, börn finna nefnilega leiðir til sköpunar og leikefni þarf ekki að vera í ofgnótt. Auk þess sem þegar hefur verið upptalið kom það fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að andrúmsloftið í leikskólunum varð rólegra, áreiti og hávaði dróst saman og að sú rósemd sem því fylgdi hafi leitt til aukinnar vellíðanar hjá bæði börnum og starfsfólki. Þessar niðurstöður ríma mjög vel við upplifun okkar hjá Hjallastefnunni af fagstarfi með börnum. En Hjallastefnan sem hugmyndafræði í menntun og uppeldi barna hefur alla tíð lagt á það mikla áherslu að barnahópar séu ekki of stórir og að starfsfólk hafi andrými til þess að mæta hverju barni á hverjum degi – að allt starfslið Hjallastefnuskóla nýti hvert tækifæri til þess að sýna hverju eins og einasta barni athygli og kærleika í hlýju viðmóti, snertingu og orðalagi. Lýðræðislegar æfingar fara fram á hverjum degi í Hjallastefnuskólum þar sem valtímar eru hluti af dagskipulagi og á valfundum er það áhugi hvers barns sem ræður förinni. Valfundir eru um helmingur af dagskrá skólanna og er valið hugsað til þess að mæta hverju barni. Með valinu fá börn notið sín í sjálfsprottnum leik sem byggir á áhugahvöt þeirra og hefur það að markmiði að gæta að frelsi einstaklingsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og þetta æfum við með öllum börnum sem Hjallastefnunni er treyst fyrir. Allra yngstu börnin taka vissulega ekki þátt í formlegum lýðræðisfundum en vísirinn að slíkum fundum er kynntur um leið og forsendur eru til staðar. Börn læra nefnilega mikið í gegnum leik og það nám sem fram fer í gegnum leik hefur jákvæð áhrif á hið formlegra nám sem þeirra bíður síðar á lífsleiðinni. Á meðan að dagskipulag á leikskólum er einfalt og fjöldi barna í hverju leikrými er hófstilltur þá verða sannarlega til galdrar á leikskólum og þetta þekkjum við af eigin raun. Fái börn notið sín í leik þá verða til galdrar. Leikföng í hinum hefðbundna skilningi eru ekki forsenda leiks, það er nefnilega galdur í því fólginn að notast við opinn efnivið sem hvetur til sköpunar og frumlegrar nálgunar. Trékubbar geta orðið að skýjakljúfum, risaeðlum, dádýrum, ökutækjum og ungabörnum. Trjágreinar geta orðið að geimskipum, töfrasprotum og hljóðnemum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað leir getur verið í höndum skapandi barns – og öll börn eru skapandi og frumleg í hugsun. Ég hvet ykkur, lesendur góðir, til þess að eiga samtal við börn og upplifa það hvernig frumkraftur sköpunar á sér ávallt uppsprettu í hugum barna. Kæru Ingibjörg Ósk og Svava Björg ég veit að það er talsvert liðið frá birtingu greinarinnar en það er ekki langt síðan að ég rakst á hana. Ég vildi bara þakka ykkur fyrir að vinna þessa þörfu rannsókn og kynna niðurstöður hennar fyrir okkur og takk fyrir að draga það fram að fái börn notið þess að læra í gegnum leik, í ró og næði, þá er það best til þess fallið að auka á vellíðan og farsæld þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar