Takk! Björg Þórsdóttir skrifar 8. mars 2023 12:00 Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar