Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 21:59 Amanda Ogodugha er leikmaður Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira