Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:57 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira