Hvernig kennara þurfum við? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun