Hvar eru útverðir mannréttindanna? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. mars 2023 07:00 ,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun