Segir mönnunarvanda feluorð yfir vanfjármögnun: „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 12:13 „Mig langar að fá það frá ráðherranum hvort hann telji að björgunargetan sé í samræmi við þörf, ég hef áhyggjur af því að svo sé ekki," segir Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur þyrlur landhelgisgæslunnar ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og hefur áhyggjur af viðbragðsgetu þeirra. Hann telur að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi ferlið ekki þróast í rétta átt hvorki með tilliti til mönnunar né tækjabúnaðar. Á morgun fer fram á Alþingi sérstök umræða um björgunargetu landhelgisgæslunnar að beiðni Andrésar Inga Jónssonar. Hann hefur áhyggjur af því að björgunargeta sé ekki í samræmi við þörf og hyggst krefja dómsmálaráðherra um svör. „Mig langar að fá það frá ráðherranum hvort hann telji að björgunargetan sé í samræmi við þörf, ég hef áhyggjur af því að svo sé ekki," segir Andrés. Á morgun fer fram á Alþingi, sérstök umræða um björgunargetu landhelgisgæslunnar að beiðni Andrésar Inga Jónssonar. Hann hefur áhyggjur af því að björgunargeta sé ekki í samræmi við þörf.Vísir/Vilhelm „Tilefnið eða upphafið af þessu eru þessar fáránlegu fréttir sem bárust í byrjun árs um að dómsmálaráðherra sæi fyrir sér að selja flugvél gæslunnar til að fylla upp í eitthvað gat í fjárlögum. Nokkrum vikum eftir að hann hafði sagt þinginu að gæslan væri full fjármögnuð og bara á lyngnum sjó.“ Hefur áhyggjur af því að ráðherra vanti langtímasýn Andrés segir að skoða þurfi málið í stærra samhengi. Landhelgisgæslan hafi verið vanfjármögnuð í mjög langan tíma og ein birtingarmynd þess sé að gæslan hafi ekki getað verið það mikið á sjó til að geta verið með það viðbragð sem kröfur eru gerðar um. „Mér sýnist að á síðustu árum þó það hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi það ekki þróast í rétta átt og ekki alveg nógu langt bæði með tilliti til mönnunar og tækjabúnaðar,“ segir Andrés. „Þetta eru þannig tæki sem gæslan rekur að það þurfa að vera tuttugu ára áætlanir um tækjakaup til að hægt sé að sjá fram í tímann það sé viðunandi viðbragð hjá gæslunni til framtíðar. Við þurfum að fá þetta allt á hreint.“ „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Andrés hefur áður gert athugasemdir um fjármögnun og mönnunarvanda þyrlunnar og til dæmis þá staðreynd að það sé ekki skráð ef enginn er á vakt. „Þetta er svo rosalega mikill grunnþáttur í öryggi sjófarenda og annarra á landinu að það skiptir máli að þetta sé almennilega gert. Það að það sé ekki skráð enginn er á vakt er birtingarmynd mönnunarvanda gæslunnar.“ Mönnunarvandi er bara fallegt feluorð yfir vanfjármögnun. Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening. Landhelgisgæslan Alþingi Öryggis- og varnarmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gildi TF-SIF seint metið til fulls Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. 9. febrúar 2023 07:01 Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35 Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Á morgun fer fram á Alþingi sérstök umræða um björgunargetu landhelgisgæslunnar að beiðni Andrésar Inga Jónssonar. Hann hefur áhyggjur af því að björgunargeta sé ekki í samræmi við þörf og hyggst krefja dómsmálaráðherra um svör. „Mig langar að fá það frá ráðherranum hvort hann telji að björgunargetan sé í samræmi við þörf, ég hef áhyggjur af því að svo sé ekki," segir Andrés. Á morgun fer fram á Alþingi, sérstök umræða um björgunargetu landhelgisgæslunnar að beiðni Andrésar Inga Jónssonar. Hann hefur áhyggjur af því að björgunargeta sé ekki í samræmi við þörf.Vísir/Vilhelm „Tilefnið eða upphafið af þessu eru þessar fáránlegu fréttir sem bárust í byrjun árs um að dómsmálaráðherra sæi fyrir sér að selja flugvél gæslunnar til að fylla upp í eitthvað gat í fjárlögum. Nokkrum vikum eftir að hann hafði sagt þinginu að gæslan væri full fjármögnuð og bara á lyngnum sjó.“ Hefur áhyggjur af því að ráðherra vanti langtímasýn Andrés segir að skoða þurfi málið í stærra samhengi. Landhelgisgæslan hafi verið vanfjármögnuð í mjög langan tíma og ein birtingarmynd þess sé að gæslan hafi ekki getað verið það mikið á sjó til að geta verið með það viðbragð sem kröfur eru gerðar um. „Mér sýnist að á síðustu árum þó það hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi það ekki þróast í rétta átt og ekki alveg nógu langt bæði með tilliti til mönnunar og tækjabúnaðar,“ segir Andrés. „Þetta eru þannig tæki sem gæslan rekur að það þurfa að vera tuttugu ára áætlanir um tækjakaup til að hægt sé að sjá fram í tímann það sé viðunandi viðbragð hjá gæslunni til framtíðar. Við þurfum að fá þetta allt á hreint.“ „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Andrés hefur áður gert athugasemdir um fjármögnun og mönnunarvanda þyrlunnar og til dæmis þá staðreynd að það sé ekki skráð ef enginn er á vakt. „Þetta er svo rosalega mikill grunnþáttur í öryggi sjófarenda og annarra á landinu að það skiptir máli að þetta sé almennilega gert. Það að það sé ekki skráð enginn er á vakt er birtingarmynd mönnunarvanda gæslunnar.“ Mönnunarvandi er bara fallegt feluorð yfir vanfjármögnun. Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening.
Landhelgisgæslan Alþingi Öryggis- og varnarmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gildi TF-SIF seint metið til fulls Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. 9. febrúar 2023 07:01 Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35 Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gildi TF-SIF seint metið til fulls Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. 9. febrúar 2023 07:01
Reiknar með að fallið verði frá sölunni Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. 3. febrúar 2023 18:35
Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent