Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 14. mars 2023 07:01 Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun