Fermingin er undirbúningur undir lífið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fermingar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun