Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 09:00 Fimm skoruð í gær og 30 í heildina. EPA-EFE/Adam Vaughan Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni. Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira