Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2023 08:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerfi standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem gefin var út í morgun, samhliða útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki sem gefið var út í dag. Ritið er birt tvisvar á ári og er þar birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, það er um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. „Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Er þar stuttlega vikið að vendingum á hinum alþjóðlega markaði, en sviptingar hafa verið á bandarískum bankamarkaði undanfarna daga. „Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig tekið fram að fasteignaverð hér á landi fari lækkandi. Dregið hafi úr spennu á íbúðamarkaði en fasteignaverð mælist þó enn hátt á nær alla mælivarða. Fjármálastöðugleikanefnd. Mynd tekin á fundi nefndarinnar í vikunni. Sitjandi frá vinstri eru Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Standandi frá vinstri eru Axel Hall, lektor í Háskólanum í Reykjavík, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumarður grunnnáms í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík, Guðmundur Kristján Tómasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálainnviða í Seðlabanka Íslands og Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytis. Seðlabankinn „Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir í yfirlýsingunni þar sem einnig er árétta að nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Yfirlýsing nefndarinnar í heild sinni Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Kauphöllin Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem gefin var út í morgun, samhliða útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki sem gefið var út í dag. Ritið er birt tvisvar á ári og er þar birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, það er um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. „Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Er þar stuttlega vikið að vendingum á hinum alþjóðlega markaði, en sviptingar hafa verið á bandarískum bankamarkaði undanfarna daga. „Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig tekið fram að fasteignaverð hér á landi fari lækkandi. Dregið hafi úr spennu á íbúðamarkaði en fasteignaverð mælist þó enn hátt á nær alla mælivarða. Fjármálastöðugleikanefnd. Mynd tekin á fundi nefndarinnar í vikunni. Sitjandi frá vinstri eru Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Standandi frá vinstri eru Axel Hall, lektor í Háskólanum í Reykjavík, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumarður grunnnáms í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík, Guðmundur Kristján Tómasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálainnviða í Seðlabanka Íslands og Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytis. Seðlabankinn „Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir í yfirlýsingunni þar sem einnig er árétta að nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Yfirlýsing nefndarinnar í heild sinni Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Kauphöllin Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira