Vísindamenn mótfallnir fyrirhugaðri kolkrabbaræktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 12:40 Tegundin sem um ræðir heitir octopus vulgaris. Getty Sérfræðingar eru uggandi vegna fyrirætlana fjölþjóðlega fyrirtækisins Nueva Pescanova að rækta kolkrabba í matvælaframleiðslu á Kanaríeyjum á Spáni. Til stendur að slátra dýrunum, sem eru afar skynugar skepnur, með aðferðum sem sérfræðingarnir segja grimmilegar. Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC. Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC.
Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira