Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 11:26 Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen frá Venstre, Mette Frederiksen frá Sósíaldemókrötum og Lars Løkke Rasmussen frá Moderaterne. EPA Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, sagði við dagblaðið Berlingske í gær að til greina kæmi að Danir segðu upp aðild sinni að Evrópusamningnum ef ríkisstjórnin næði ekki að gera áætlaðar breytingar á ríkisborgaralögum sambandsins fyrir næstu kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða við að breyta samningnum svo hægt sé að svipta þá sem hafa tvöfalt ríkisfang dönsku ríkisfangi ef þeir eru dæmdir fyrir afbrot. Samkvæmt samningnum, sem Ísland er aðili að, er aðeins heimilt að svipta menn ríkisborgararétti ef „hlutaðeigandi gerist sekur um háttsemi sem er mjög skaðleg hagsmunum samningsríkisins.“ Afstaða Poulsen kom samstarfsflokkum Venstre í opna skjöldu. Báðir flokkar vilja geta svipt útlendinga ríkisborgararétti sínum en eru ekki sammála þessari nálgun. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra úr röðum Moderaterne, skrifar færslu á X þar sem hann kveðst hissa. Hann segir það ekki þjóna hagsmunum Danmerkur að Danir verði einförlir í þessum málum. „Venstre vill draga Danmörku út úr ríkisborgararéttarsamningnum án undangenginnar umræðu í ríkisstjórninni. Eigum við að fara okkar eigin leið og segja Danmörku úr honum? Fordæmalaust. Á tímapunkti þar sem alþjóðlegum réttarreglum er ógnað og þar sem fjöldi ESB-ríkja sem styðja nálgun Danmerkur í útlendingamálum fer vaxandi: Þar sem við erum opin en höfum um leið þjóðlegt eftirlit. Einleikur Dana er að mínu mati engan veginn í þágu okkar eða málsins.“ Christian Rabjerg Madsen, fulltrúi sósíaldemókrata, segir við DR að flokkur sinn sé einnig mótfallinn þessum hugmyndum. „Það má auðvitað alltaf deila um það. Í grundvallaratriðum held ég að það sé skynsamlegast að hóta því að vera um kyrrt en ekki að hóta því að fara, því við verðum að láta breyta þessum reglum svo við getum sent fleiri erlenda glæpamenn heim.“ Danmörk Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, sagði við dagblaðið Berlingske í gær að til greina kæmi að Danir segðu upp aðild sinni að Evrópusamningnum ef ríkisstjórnin næði ekki að gera áætlaðar breytingar á ríkisborgaralögum sambandsins fyrir næstu kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða við að breyta samningnum svo hægt sé að svipta þá sem hafa tvöfalt ríkisfang dönsku ríkisfangi ef þeir eru dæmdir fyrir afbrot. Samkvæmt samningnum, sem Ísland er aðili að, er aðeins heimilt að svipta menn ríkisborgararétti ef „hlutaðeigandi gerist sekur um háttsemi sem er mjög skaðleg hagsmunum samningsríkisins.“ Afstaða Poulsen kom samstarfsflokkum Venstre í opna skjöldu. Báðir flokkar vilja geta svipt útlendinga ríkisborgararétti sínum en eru ekki sammála þessari nálgun. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra úr röðum Moderaterne, skrifar færslu á X þar sem hann kveðst hissa. Hann segir það ekki þjóna hagsmunum Danmerkur að Danir verði einförlir í þessum málum. „Venstre vill draga Danmörku út úr ríkisborgararéttarsamningnum án undangenginnar umræðu í ríkisstjórninni. Eigum við að fara okkar eigin leið og segja Danmörku úr honum? Fordæmalaust. Á tímapunkti þar sem alþjóðlegum réttarreglum er ógnað og þar sem fjöldi ESB-ríkja sem styðja nálgun Danmerkur í útlendingamálum fer vaxandi: Þar sem við erum opin en höfum um leið þjóðlegt eftirlit. Einleikur Dana er að mínu mati engan veginn í þágu okkar eða málsins.“ Christian Rabjerg Madsen, fulltrúi sósíaldemókrata, segir við DR að flokkur sinn sé einnig mótfallinn þessum hugmyndum. „Það má auðvitað alltaf deila um það. Í grundvallaratriðum held ég að það sé skynsamlegast að hóta því að vera um kyrrt en ekki að hóta því að fara, því við verðum að láta breyta þessum reglum svo við getum sent fleiri erlenda glæpamenn heim.“
Danmörk Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira