Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 11:26 Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen frá Venstre, Mette Frederiksen frá Sósíaldemókrötum og Lars Løkke Rasmussen frá Moderaterne. EPA Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, sagði við dagblaðið Berlingske í gær að til greina kæmi að Danir segðu upp aðild sinni að Evrópusamningnum ef ríkisstjórnin næði ekki að gera áætlaðar breytingar á ríkisborgaralögum sambandsins fyrir næstu kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða við að breyta samningnum svo hægt sé að svipta þá sem hafa tvöfalt ríkisfang dönsku ríkisfangi ef þeir eru dæmdir fyrir afbrot. Samkvæmt samningnum, sem Ísland er aðili að, er aðeins heimilt að svipta menn ríkisborgararétti ef „hlutaðeigandi gerist sekur um háttsemi sem er mjög skaðleg hagsmunum samningsríkisins.“ Afstaða Poulsen kom samstarfsflokkum Venstre í opna skjöldu. Báðir flokkar vilja geta svipt útlendinga ríkisborgararétti sínum en eru ekki sammála þessari nálgun. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra úr röðum Moderaterne, skrifar færslu á X þar sem hann kveðst hissa. Hann segir það ekki þjóna hagsmunum Danmerkur að Danir verði einförlir í þessum málum. „Venstre vill draga Danmörku út úr ríkisborgararéttarsamningnum án undangenginnar umræðu í ríkisstjórninni. Eigum við að fara okkar eigin leið og segja Danmörku úr honum? Fordæmalaust. Á tímapunkti þar sem alþjóðlegum réttarreglum er ógnað og þar sem fjöldi ESB-ríkja sem styðja nálgun Danmerkur í útlendingamálum fer vaxandi: Þar sem við erum opin en höfum um leið þjóðlegt eftirlit. Einleikur Dana er að mínu mati engan veginn í þágu okkar eða málsins.“ Christian Rabjerg Madsen, fulltrúi sósíaldemókrata, segir við DR að flokkur sinn sé einnig mótfallinn þessum hugmyndum. „Það má auðvitað alltaf deila um það. Í grundvallaratriðum held ég að það sé skynsamlegast að hóta því að vera um kyrrt en ekki að hóta því að fara, því við verðum að láta breyta þessum reglum svo við getum sent fleiri erlenda glæpamenn heim.“ Danmörk Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, sagði við dagblaðið Berlingske í gær að til greina kæmi að Danir segðu upp aðild sinni að Evrópusamningnum ef ríkisstjórnin næði ekki að gera áætlaðar breytingar á ríkisborgaralögum sambandsins fyrir næstu kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða við að breyta samningnum svo hægt sé að svipta þá sem hafa tvöfalt ríkisfang dönsku ríkisfangi ef þeir eru dæmdir fyrir afbrot. Samkvæmt samningnum, sem Ísland er aðili að, er aðeins heimilt að svipta menn ríkisborgararétti ef „hlutaðeigandi gerist sekur um háttsemi sem er mjög skaðleg hagsmunum samningsríkisins.“ Afstaða Poulsen kom samstarfsflokkum Venstre í opna skjöldu. Báðir flokkar vilja geta svipt útlendinga ríkisborgararétti sínum en eru ekki sammála þessari nálgun. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra úr röðum Moderaterne, skrifar færslu á X þar sem hann kveðst hissa. Hann segir það ekki þjóna hagsmunum Danmerkur að Danir verði einförlir í þessum málum. „Venstre vill draga Danmörku út úr ríkisborgararéttarsamningnum án undangenginnar umræðu í ríkisstjórninni. Eigum við að fara okkar eigin leið og segja Danmörku úr honum? Fordæmalaust. Á tímapunkti þar sem alþjóðlegum réttarreglum er ógnað og þar sem fjöldi ESB-ríkja sem styðja nálgun Danmerkur í útlendingamálum fer vaxandi: Þar sem við erum opin en höfum um leið þjóðlegt eftirlit. Einleikur Dana er að mínu mati engan veginn í þágu okkar eða málsins.“ Christian Rabjerg Madsen, fulltrúi sósíaldemókrata, segir við DR að flokkur sinn sé einnig mótfallinn þessum hugmyndum. „Það má auðvitað alltaf deila um það. Í grundvallaratriðum held ég að það sé skynsamlegast að hóta því að vera um kyrrt en ekki að hóta því að fara, því við verðum að láta breyta þessum reglum svo við getum sent fleiri erlenda glæpamenn heim.“
Danmörk Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“