Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 12:46 Umboðsmaður segir Jón hafa virt ósk Katrínar að vettugi. Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira