Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 12:46 Umboðsmaður segir Jón hafa virt ósk Katrínar að vettugi. Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira