Margir hafi efni á að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 14:18 Ásdís Ósk Valsdóttir segir húsnæðismarkaðinn vera í góðu jafnvægi. Stöð 2 Löggiltur fasteignasali segir að markaðurinn fyrir lúxus íbúðir sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi. Ofsalega margir hafi efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“ Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“
Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira