Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2023 08:01 Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun