Lausaganga í heimasveitum er þrautaganga Kristín Magnúsdóttir skrifar 15. mars 2023 15:00 Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun