„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 23:15 Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. „Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
„Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55