Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Lærisveinar Klopp þurftu kraftaverk í gær. Gegn Real Madríd voru litlar líkur á að það myndi raungerast. Ryan Pierse/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00