Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:30 Klopp á hliðarlínunni í gærkvöld, miðvikudag. Jonathan Moscrop/Getty Images Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins átti Liverpool erfitt verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað 2-5 á Anfield má segja að verkefnið hafi verið nær ógerlegt en Liverpool hefur áður komið til baka á undraverðan hátt í Meistaradeildinni. Slík endurkoma átti sér þó ekki stað í gær og skoraði Karim Benzema eina mark leiksins í 1-0 sigri Real sem vann þar með einvígið 6-2 samanlagt. Eftir leik, þegar leikmenn tókust í hendur og þökkuðu fyrir leikinn, þá ómaði YNWA í hátalarakerfinu. Af hverju? Við fyrstu sín mætti halda að Real væri að strá salti í sárin en liðið hefur slegið Liverpool reglulega út úr Meistaradeildinni á undanförnum árum og tvívegis orðið meistari eftir að leggja lærisveina Jürgen Klopp í úrslitum. Ástæðan fyrir að lagið var spilað er hins vegar sameiginleg virðingin sem ríkir á milli félaganna. Með því að spila lagið var Real að þakka Liverpool fyrir að sýna stuðning og virðingu í kjölfar andláts Amancio Amaro, heiðursforseta Real, í aðdraganda fyrri leiksins. Stuðningshópar beggja liða klöppuðu er lagið fór í gang sem merki um virðingu félaganna fyrir hvort öðru. Real Madrid played You'll Never Walk Alone after knocking Liverpool out the #UCL.It was part of a mark of respect and in response to Liverpool laying flowers in the first leg to pay tribute to Real Madrid honorary president Amancio Amaro, who recently passed away. pic.twitter.com/1k6QVd1fTZ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 15, 2023 Real Madríd er eins og áður sagði komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður á morgun. Ásamt Real verða Napolí, Chelsea, Manchester City, Inter og AC Milan, Bayern München og Benfica í pottinum þegar dregið verður.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15. mars 2023 23:31