Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:25 Kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum valda mörgum hugarangri og óttast er að umræddar jarðir verði ekki lengur aðgengilegar almenningi. GETTY/Ágúst Eiríksson/Bítið Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun. Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun.
Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira