Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 14:39 Ólafsvík er hluti Snæfellsbæjar. Getty Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi. Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi.
Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira