Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 18:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð. Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð.
Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira