Dólgslega góð Samfylking Sigurjón Þórðarson skrifar 16. mars 2023 19:01 Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Samfylkingin Hælisleitendur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun