Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:04 Gat verið stoltur af liðinu sínu í kvöld eftir hetjulega frammistöðu Vísir/Bára Dröfn Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“ Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik