Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:51 Sigurlaug Hreinsdóttir er móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017. Stöð 2 Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“ Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún. Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún.
Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira