Anníe Mist klikkaði á einni reglu og gerði sér erfitt fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gerði vissulega mistök en sýndi síðan mikinn styrk með því að gera æfinguna aftur tveimur tímum síðar. @anniethorisdottir Það borgar sig að lesa reglubókina fyrir allar æfingar á leið sinni á heimsleikana í CrossFit og það fékk reynsluboltinn Anníe Mist Þórisdóttir að upplifa á eigin skinni í gær. Skjámynd/@anniethorisdottir Fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna lauk um helgina og nú er beðið eftir því að CrossFit samtökin fari yfir öll úrslit og staðfesti þau. Fjórðungsúrslitin buðu upp á fimm æfingar á þremur dögum og það reyndi því mikið á besta CrossFit fólkið að klára það en bestu tíu prósentin úr opna hlutanum fengu að keppa í fjórðungsúrslitunum. Anníe Mist greindi frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að hún hafi notað „ólöglegt“ hjálpartæki í einni æfingunni á þriðja og síðasta degi fjórðungsúrslita undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe notaði nefnilega griphanska við upplyftingarnar í lokaæfingunni en það er bannað samkvæmt reglum keppninnar. Keppendur verða að treysta hundrað prósent á sínar hendur í þeirri æfingu. „Svooo. Ég hélt að ég væri búin með fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Anníe Mist og bætti svo við: „Lesa reglurnar: Engir griphanskar leyfði á slánni,“ skrifaði Anníe. Skjámynd/@anniethorisdottir Þetta þýðir að hún getur ekki skilað inn þessari æfingu því hún yrði dæmd dauð og ómerk sem hefði skilað henni núll stigum. Eina leiðin var því að endurtaka æfinguna og sleppa griphönskunum. Hún lét þetta samt ekki stoppa sig. Sagðist myndi taka sér tveggja tíma hvíld til að ná aftur kröftum sínum og reyna svo aftur við þessa krefjandi æfingu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til Anníe að hún lætur mótlætið ekki stoppa sig, ekki áður og alls ekki núna. Það er samt ljóst að þetta hafði áhrif á heildarárangur Anníe enda ekki auðvelt að þurfa að gera þessa krefjandi æfingu tvisvar sinnum á sama degi. Hún ætlaði sér hins vegar inn í undanúrslitin og það lítur út fyrir að henni hafi tekist það. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Skjámynd/@anniethorisdottir Fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna lauk um helgina og nú er beðið eftir því að CrossFit samtökin fari yfir öll úrslit og staðfesti þau. Fjórðungsúrslitin buðu upp á fimm æfingar á þremur dögum og það reyndi því mikið á besta CrossFit fólkið að klára það en bestu tíu prósentin úr opna hlutanum fengu að keppa í fjórðungsúrslitunum. Anníe Mist greindi frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að hún hafi notað „ólöglegt“ hjálpartæki í einni æfingunni á þriðja og síðasta degi fjórðungsúrslita undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe notaði nefnilega griphanska við upplyftingarnar í lokaæfingunni en það er bannað samkvæmt reglum keppninnar. Keppendur verða að treysta hundrað prósent á sínar hendur í þeirri æfingu. „Svooo. Ég hélt að ég væri búin með fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Anníe Mist og bætti svo við: „Lesa reglurnar: Engir griphanskar leyfði á slánni,“ skrifaði Anníe. Skjámynd/@anniethorisdottir Þetta þýðir að hún getur ekki skilað inn þessari æfingu því hún yrði dæmd dauð og ómerk sem hefði skilað henni núll stigum. Eina leiðin var því að endurtaka æfinguna og sleppa griphönskunum. Hún lét þetta samt ekki stoppa sig. Sagðist myndi taka sér tveggja tíma hvíld til að ná aftur kröftum sínum og reyna svo aftur við þessa krefjandi æfingu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til Anníe að hún lætur mótlætið ekki stoppa sig, ekki áður og alls ekki núna. Það er samt ljóst að þetta hafði áhrif á heildarárangur Anníe enda ekki auðvelt að þurfa að gera þessa krefjandi æfingu tvisvar sinnum á sama degi. Hún ætlaði sér hins vegar inn í undanúrslitin og það lítur út fyrir að henni hafi tekist það.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira