Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 13:53 Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Vísir/Vilhelm Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04