Í fjögur ár með skemmt eista Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 21. mars 2023 08:00 Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun