Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2023 15:47 Helga Vala Helgadóttir og Inga Sæland tókust á á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan.
Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45