Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 17:25 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakana 78, skrifuðu undir samninginn í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Lögreglan Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Lögreglan Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira