Ederson: Miklir möguleikar á því að Ancelotti þjálfi Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 11:00 Ederson fær kannski að verða aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins ef Carlo Ancelotti tekur við. AP/David Cliff Markvörður Manchester City vill að Real Madrid detti sem fyrst út úr Meistaradeildinni en ástæðan er þó ekki að hann vilji ekki mæta Real Madrid í keppninni. Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár. HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár.
HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira