Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 14:43 Eins og sjá má var mikill fjöldi sem kom að aðgerðum við Glym í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52