Bjarni: Við vorum bara ekki þátttakendur í þessum leik Siggeir Ævarsson skrifar 22. mars 2023 22:40 Bjarni Magnússon var ósáttur með sitt lið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir þungt tap hans kvenna í Njarðvík í kvöld í Subway-deildinni, lokatölur 84-68. „Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
„Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira