Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Már Másson skrifar 23. mars 2023 10:00 Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun