Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 12:49 Beatrice og Sonia mæta fyrir dóm í Lundúnum í febrúar síðastliðnum. Getty/Jonathan Brady Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi. Bretland Mannréttindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi.
Bretland Mannréttindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira