Að taka ekki næsta skref Eyrún B. Valsdóttir skrifar 24. mars 2023 15:00 Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun