Lofsamar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðsgjöf“ Sæbjörn Steinke skrifar 24. mars 2023 21:31 Styrmir Snær Þrastarson og félagar hafa verið frábærir undanfarið. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. „Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00