Ónýtt húsnæðiskerfi og heimilisleysi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. mars 2023 08:30 Heimilisleysi er skýr birtingarmynd ónýts húsnæðiskerfis, þar sem nægt framboð er af lúxusíbúðum, yndisreitum, risíbúðum eða hvað þetta allt heitir nú í dag. Á sama tíma er lítið sem ekkert til af ódýru leigu- eða eignarhúsnæði. Sífellt fleiri fá ekki þak yfir höfuðið, biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengjast og ójöfnuður eykst með hverju árinu sem líður. Heimilisleysi er líka birtingarmynd þess þegar fólk missir allt sem það á vegna veikinda. Þar má nefna veikindi eins og fíknisjúkdóma, andlega kvilla og slys. Einnig getur heimilisofbeldi valdið heimilisleysi, og þar eru konur helstu fórnarlömbin. Húsnæðisskortur og fátækt Rannsóknir hafa sýnt að meginorsök heimilisleysis sé skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði. Fátækt er einnig stór þáttur, en mikil fylgni mælist milli hennar og heimilisleysis. Fólk sem lifir við skort á ekki fyrir helstu nauðsynjar sem þýðir að það er einungis einum veikindum, einu slysi eða einum launaseðli frá því að enda á götunni. Þegar slíkt á við þarf að vera til kerfi sem getur gripið, verið raunverulega til staðar þegar við þurfum á því að halda. Nýjustu tölur í Reykjavík sýna að 73 manneskjur bíða eftir viðeigandi húsnæði hjá borginni sem hentar þörfum heimilislausra með miklar þjónustuþarfir, 64 bíða eftir því að komast í húsnæði og 9 bíða eftir milliflutningi. Þarna erum við ekki með allan þann fjölda fólks sem fær gistingu hjá öðru fólk eða eru með ótryggt húsnæði. Fjöldinn er því mun meiri en tölurnar gefa til kynna og erfitt er að gera sér í hugarlund hve margir eru í þeirri stöðu að eiga ekki þak yfir höfuðið. Markaðsvæðing lóða Eins og Sósíalistar hafa bent á er staðan þannig að Reykjavík er nýfrjálshyggjuborg, þar sem markaðsvæðing hefur tekið sér bólfestu í grunninnviðum. Húsnæðiskerfið er þar ekki undanskilið. Litið er á lóðir sem hverja aðra markaðsvöru og sá sem bíður best fær þær. Þá eru það yfirleitt fyrirtæki og félög með dýpstu vasana sem hreppa hnossið. Strax í kjölfarið eru byggðar lúxusíbúðir til að geta skilað ríkmannlegum hagnaði. Ef þær kallast ekki lúxusíbúðir eru þær samt seldar á mjög háu verði. Alltof háu verði. Uppbygging félagslegs húsnæðis er í litlu samræmi við það hve illa markaðurinn er að standa sig í að sjá fólki fyrir húsnæði. Ef markaðurinn er ekki að sjá fólki fyrir þörfum sínum verður að vera til mótvægi hjá borginni. Í Reykjavík státa fulltrúar meirihlutans sig af því að 5% alls húsnæðis sé félagslegt. Gjarnan er þá sagt að borgin sé að standa sig betur en hin sveitarfélögin. Það sé mikið afrek að standa sig betur en Garðabær og Seltjarnarnes. Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík kann að vera skárri en í Garðabæ eða Seltjarnarnesi. En er það eitthvað til að sperra sig yfir? Er það árangur að standa sig betur en þau sveitarfélög sem eru með minna af félagslegu húsnæði en verstu nýfrjálshyggjusvæði Bandaríkjanna? Hvers vegna er ekki verið að horfa til höfuðborga nágrannaríkja okkar? Ættum við ekki, sérstaklega þegar Reykjavík er stýrt af fólki með jafnaðartaugar, að horfa til borga á Norðurlöndunum? Tölum aðeins um Helsinki Í Helsinki er mikið byggt af félagslegu húsnæði byggt. Borgin sjálf byggir um 6000 félagslegar íbúðir á ári. Það væri svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 slíkar íbúðir á ári. En erum við nálægt því takmarki í Reykjavík? Nei. Á síðustu fimm árum hafa 97 félagslegar íbúðir verið keyptar að meðaltali á ári í borginni. Höfuðborg Íslands stendur sig þannig tífalt verr en höfuðborg Finnlands. Í Finnlandi og Helsinki hafa verið sett markmið um að útrýma heimilisleysi fyrir fullt og allt. Árið 2027 er því spáð að enginn verði heimilislaus og áætlanir gefa til kynna að það gangi eftir. Á síðustu árum hefur dregið mjög úr heimilisleysi, sem sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Er viljinn fyrir hendi hjá borgarfulltrúum Reykjavíkur? Það væri óskandi ef svo væri. Borgarstjórn ætti að horfa til þeirra borga og landa sem standa sig vel í málaflokknum og fara svo svipaðar leiðir. Það sem þarf að gera Ekki er ljóst hver fjöldi heimilislausra er á þessu ári en miðað við hækkandi matvöruverð, aukinn ójöfnuð og slæman húsnæðis- og leigumarkað telja Sósíalistar líklegt að heimilislausum muni fara fjölgandi. Hér er mikilvægt að kafa í rót heimilisleysis og fyrirbyggja slíkt en ekki einungis bregðast við. Fjölga þarf félagslegu og öðru viðeigandi húsnæði með stuðningi í þeim tilgangi að binda enda á heimilisleysi. Auk þess þarf að líta á húsnæði sem grunnþörf, en ekki markaðsvætt tæki braskara og stórkapítalista sem vilja næla sér í skjótan hagnað, vitandi það að fólk er tilbúið að greiða allt sem það á til að fá húsaskjól. Í vikunni lögðu Sósíalistar fram tillögu um að heimilisleysi skyldi útrýmt innan Reykjavíkur og lýst yrði yfir að heimilisleysi sé samfélagslegt mein sem beri að uppræta. Henni var vísað til Velferðarráðs og þar munum við fylgja málinu fast á eftir. Það kostar samfélagið mikið að fólk sé á götunni, við erum að missa mikilvægt fólk sem getur og vill gefa meira af sér. Við verðum að byggja upp sanna borg sem tryggir grunninn. Þannig verður til staðar raunverulegt frelsi fólks til að haga lífi sínu eins og það kýs, þannig að það geti orðið sér og samfélagi sínu að gagni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisleysi er skýr birtingarmynd ónýts húsnæðiskerfis, þar sem nægt framboð er af lúxusíbúðum, yndisreitum, risíbúðum eða hvað þetta allt heitir nú í dag. Á sama tíma er lítið sem ekkert til af ódýru leigu- eða eignarhúsnæði. Sífellt fleiri fá ekki þak yfir höfuðið, biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengjast og ójöfnuður eykst með hverju árinu sem líður. Heimilisleysi er líka birtingarmynd þess þegar fólk missir allt sem það á vegna veikinda. Þar má nefna veikindi eins og fíknisjúkdóma, andlega kvilla og slys. Einnig getur heimilisofbeldi valdið heimilisleysi, og þar eru konur helstu fórnarlömbin. Húsnæðisskortur og fátækt Rannsóknir hafa sýnt að meginorsök heimilisleysis sé skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði. Fátækt er einnig stór þáttur, en mikil fylgni mælist milli hennar og heimilisleysis. Fólk sem lifir við skort á ekki fyrir helstu nauðsynjar sem þýðir að það er einungis einum veikindum, einu slysi eða einum launaseðli frá því að enda á götunni. Þegar slíkt á við þarf að vera til kerfi sem getur gripið, verið raunverulega til staðar þegar við þurfum á því að halda. Nýjustu tölur í Reykjavík sýna að 73 manneskjur bíða eftir viðeigandi húsnæði hjá borginni sem hentar þörfum heimilislausra með miklar þjónustuþarfir, 64 bíða eftir því að komast í húsnæði og 9 bíða eftir milliflutningi. Þarna erum við ekki með allan þann fjölda fólks sem fær gistingu hjá öðru fólk eða eru með ótryggt húsnæði. Fjöldinn er því mun meiri en tölurnar gefa til kynna og erfitt er að gera sér í hugarlund hve margir eru í þeirri stöðu að eiga ekki þak yfir höfuðið. Markaðsvæðing lóða Eins og Sósíalistar hafa bent á er staðan þannig að Reykjavík er nýfrjálshyggjuborg, þar sem markaðsvæðing hefur tekið sér bólfestu í grunninnviðum. Húsnæðiskerfið er þar ekki undanskilið. Litið er á lóðir sem hverja aðra markaðsvöru og sá sem bíður best fær þær. Þá eru það yfirleitt fyrirtæki og félög með dýpstu vasana sem hreppa hnossið. Strax í kjölfarið eru byggðar lúxusíbúðir til að geta skilað ríkmannlegum hagnaði. Ef þær kallast ekki lúxusíbúðir eru þær samt seldar á mjög háu verði. Alltof háu verði. Uppbygging félagslegs húsnæðis er í litlu samræmi við það hve illa markaðurinn er að standa sig í að sjá fólki fyrir húsnæði. Ef markaðurinn er ekki að sjá fólki fyrir þörfum sínum verður að vera til mótvægi hjá borginni. Í Reykjavík státa fulltrúar meirihlutans sig af því að 5% alls húsnæðis sé félagslegt. Gjarnan er þá sagt að borgin sé að standa sig betur en hin sveitarfélögin. Það sé mikið afrek að standa sig betur en Garðabær og Seltjarnarnes. Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík kann að vera skárri en í Garðabæ eða Seltjarnarnesi. En er það eitthvað til að sperra sig yfir? Er það árangur að standa sig betur en þau sveitarfélög sem eru með minna af félagslegu húsnæði en verstu nýfrjálshyggjusvæði Bandaríkjanna? Hvers vegna er ekki verið að horfa til höfuðborga nágrannaríkja okkar? Ættum við ekki, sérstaklega þegar Reykjavík er stýrt af fólki með jafnaðartaugar, að horfa til borga á Norðurlöndunum? Tölum aðeins um Helsinki Í Helsinki er mikið byggt af félagslegu húsnæði byggt. Borgin sjálf byggir um 6000 félagslegar íbúðir á ári. Það væri svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 slíkar íbúðir á ári. En erum við nálægt því takmarki í Reykjavík? Nei. Á síðustu fimm árum hafa 97 félagslegar íbúðir verið keyptar að meðaltali á ári í borginni. Höfuðborg Íslands stendur sig þannig tífalt verr en höfuðborg Finnlands. Í Finnlandi og Helsinki hafa verið sett markmið um að útrýma heimilisleysi fyrir fullt og allt. Árið 2027 er því spáð að enginn verði heimilislaus og áætlanir gefa til kynna að það gangi eftir. Á síðustu árum hefur dregið mjög úr heimilisleysi, sem sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Er viljinn fyrir hendi hjá borgarfulltrúum Reykjavíkur? Það væri óskandi ef svo væri. Borgarstjórn ætti að horfa til þeirra borga og landa sem standa sig vel í málaflokknum og fara svo svipaðar leiðir. Það sem þarf að gera Ekki er ljóst hver fjöldi heimilislausra er á þessu ári en miðað við hækkandi matvöruverð, aukinn ójöfnuð og slæman húsnæðis- og leigumarkað telja Sósíalistar líklegt að heimilislausum muni fara fjölgandi. Hér er mikilvægt að kafa í rót heimilisleysis og fyrirbyggja slíkt en ekki einungis bregðast við. Fjölga þarf félagslegu og öðru viðeigandi húsnæði með stuðningi í þeim tilgangi að binda enda á heimilisleysi. Auk þess þarf að líta á húsnæði sem grunnþörf, en ekki markaðsvætt tæki braskara og stórkapítalista sem vilja næla sér í skjótan hagnað, vitandi það að fólk er tilbúið að greiða allt sem það á til að fá húsaskjól. Í vikunni lögðu Sósíalistar fram tillögu um að heimilisleysi skyldi útrýmt innan Reykjavíkur og lýst yrði yfir að heimilisleysi sé samfélagslegt mein sem beri að uppræta. Henni var vísað til Velferðarráðs og þar munum við fylgja málinu fast á eftir. Það kostar samfélagið mikið að fólk sé á götunni, við erum að missa mikilvægt fólk sem getur og vill gefa meira af sér. Við verðum að byggja upp sanna borg sem tryggir grunninn. Þannig verður til staðar raunverulegt frelsi fólks til að haga lífi sínu eins og það kýs, þannig að það geti orðið sér og samfélagi sínu að gagni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar