„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 23:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51