Æ fleiri karlar pissa sitjandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. mars 2023 14:30 Margar ástæður eru fyrir því að æ fleiri karlar velja að pissa sitjandi. Það ku vera þægilegra, það er hreinlegra og svo getur það verið heilsusamlegra, sérstaklega eftir miðjan aldur. Sumir vilja meina að aukin þátttaka karla við heimilisþrif valdi því að þeir velji í auknum mæli að sitja við þvaglát. Getty Images Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma.
Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira