Snýr aftur átta árum eftir að hafa hrökklast úr deildinni vegna áreitis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 13:01 Sinead Farrelly spilar með Gotham FC í táknrænni endurkomu í deildina. Gotham FC Það er aldrei of seint að byrja aftur og margir hafa gaman að sjá aftur eina stærsta hetjuna í baráttunni gegn kynferðismisnotkun og ofbeldi hjá þjálfurum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira