Leggjum niður hugvísindi! Geir Sigurðsson skrifar 27. mars 2023 09:01 Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun