Jafnrétti til náms Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 27. mars 2023 11:00 Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa. Í byrjun febrúar voru Jafnréttisdagar haldnir í Háskólunum á Akureyri og þar voru flutt mjög áhugaverð og fjölbreytt erindi sem snertu við mér. Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor fjallaði meðal annars um þær hindranir sem hafa verið í vegi hennar og einnig öráreitin sem þeim fylgja sem eru svo íþyngjandi til lengri tíma og eiga auðvitað ekki að vera til staðar. María Rut Bjarnadóttir og Ingileif Friðriksdóttir frá Hinseginleikanum töluðu um bakslagið í hinseginbaráttunni. Bakslagið hefur að sjálfsögðu áhrif á háskólalífið líka og má í raun segja sem svo að erindið hafi verið harkaleg áminning um að sofna ekki á verðinum. Jafnréttisbarátta er eitthvað sem við þurfum alltaf að vera að vinna að, og alltaf að hugsa um. Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM var einnig með erindi um könnun sem þau hafa verið að vinna að um Hinseginleikann í starfi og menntun. Í þeirri könnun kom meðal annars fram að gagnkynhneigðir karlar voru að meðaltali með töluvert hærri árstekjur en lesbíur, hommar og gagnkynhneigðar konur, en síðast taldi hópurinn rak lestina og var með lægstu árstekjurnar. Þá ræddi hann einnig um hlutfall háskólamenntaðra á vinnumarkaðnum og þar voru það gagnkynhneigðu karlarnir sem voru með lægsta menntunarstigið á meðan lesbíurnar voru mest háskólamenntaðar. Þetta eru svo sláandi tölur að erfitt er að átta sig á þessu. Það virðist skipta minna máli fyrir gagnkynhneigða karla að sækja sér háskólamenntun til að ná einhverju ákveðnu starfi. Hér þarf greinilega að jafna bilið. Gæti verið að færri karlar fari í „kvennanám“ einfaldlega vegna þess að það eru töluvert lægri tekjur þar? Og getur verið að það séu töluvert lægri tekjur í þeim störfum vegna þess að þetta eru „kvennastörf“? Við þurfum að sýna öllum jaðarsettum hópum stuðning í háskólasamfélaginu. Við verðum að geta hjálpað þeim sem þurfa hjálpina og líka að reyna okkar besta til að koma í veg fyrir að þau þurfi hjálpina. Sem stendur er háskólasamfélagið ekki eins aðgengilegt fyrir alla, eins og má t.d. sjá af allri öráreitninni sem kemur frá þessum kynjuðu orðum. Það eru alls ekki öll sem flokka sig undir annað hvort konu eða karl. Það er fjölmargt annað í notkun, en þessu kynjuðu orð sem eru oftast notuð nú til dags gera það að verkum að þau sem skilgreina sig ekki sem konu eða karl taka síður þátt í háskólasamfélaginu. Því verðum við að reyna að huga að öllum og passa upp á að öll hafi jöfn tækifæri innan háskólasamfélagsins. Annað dæmi væri þau sem hafa ekki efni á því að vera í háskólanámi. Við þurfum að huga líka vel að þeim hópi og reyna að hjálpa þeim. Stéttaskipting gæti farið að spila inn í þetta mál. Við vitum að það er hægt að taka námslán og einnig námsgjaldalán, en það er bara því miður ekki heldur jafnt aðgengi að þeim fyrir öll. Oft eru lánin ekki nóg fyrir fólk til þess að lifa af og því þarf það að vinna með námi og þá skerðast lánin. Þetta er vítahringur sem er raunveruleiki allt of margra stúdenta hér á landi. Ef við horfum á Háskólann á Akureyri sérstaklega, þá á hann hrós skilið fyrir að vera mjög framarlega í því að hafa greiðan aðgang fyrir öll að námi með því sveigjanlega námsfyrirkomulagi sem er ríkjandi. Margir hópar stunda nám vegna þess að þeir geta stundað nám við Háskólann á Akureyri en gætu það ekki í öðru námsfyrirkomulagi. Þetta er fólk sem gæti ekki endilega sest á skólabekk og stundað háskólanám með hefðbundnum hætti. Hér í HA er hægt að taka það eiginlega alveg á sínum forsendum; hægt er að mæta í tíma í stofu í háskólanum, en einnig er hægt að mæta í tíma á Zoom og síðan er alltaf hægt að horfa á tímana seinna þegar hentar því þeir eru flestir teknir upp. Þetta er nefnilega alveg kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk, vinnandi fólk, langveikt fólk og svona mætti lengi telja. Þá er líka mikilvægt að tryggja áfram að hér séu námslotur sem dýpka skilning stúdenta á námsefninu og efla tengslanet þeirra um leið og þær þjóna þeim megintilgangi sínum að efla háskólasamfélagið. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fyrirkomulagið sé ekki hamlandi og að það sé skýrt í upphafi náms hvenær viðveru þinnar er óskað á staðnum. Þá þurfa deildir einnig að vera með eftirsóknarverðar lotur, þar sem eitthvað allt annað er gert en í hefðbundinni kennslustund. Ísland er mjög framarlega í jafnrétti á heimsvísu, en baráttan verður samt alltaf til staðar og þurfum við öll að vera tilbúin til að laga okkur að nýju umhverfi. Hugsum vel um náungann og gerum okkar besta til að gera heiminn að betri stað. Höfundur er varaformaður SHA og fulltrúi stúdenta í Jafnréttisráði HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa. Í byrjun febrúar voru Jafnréttisdagar haldnir í Háskólunum á Akureyri og þar voru flutt mjög áhugaverð og fjölbreytt erindi sem snertu við mér. Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor fjallaði meðal annars um þær hindranir sem hafa verið í vegi hennar og einnig öráreitin sem þeim fylgja sem eru svo íþyngjandi til lengri tíma og eiga auðvitað ekki að vera til staðar. María Rut Bjarnadóttir og Ingileif Friðriksdóttir frá Hinseginleikanum töluðu um bakslagið í hinseginbaráttunni. Bakslagið hefur að sjálfsögðu áhrif á háskólalífið líka og má í raun segja sem svo að erindið hafi verið harkaleg áminning um að sofna ekki á verðinum. Jafnréttisbarátta er eitthvað sem við þurfum alltaf að vera að vinna að, og alltaf að hugsa um. Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM var einnig með erindi um könnun sem þau hafa verið að vinna að um Hinseginleikann í starfi og menntun. Í þeirri könnun kom meðal annars fram að gagnkynhneigðir karlar voru að meðaltali með töluvert hærri árstekjur en lesbíur, hommar og gagnkynhneigðar konur, en síðast taldi hópurinn rak lestina og var með lægstu árstekjurnar. Þá ræddi hann einnig um hlutfall háskólamenntaðra á vinnumarkaðnum og þar voru það gagnkynhneigðu karlarnir sem voru með lægsta menntunarstigið á meðan lesbíurnar voru mest háskólamenntaðar. Þetta eru svo sláandi tölur að erfitt er að átta sig á þessu. Það virðist skipta minna máli fyrir gagnkynhneigða karla að sækja sér háskólamenntun til að ná einhverju ákveðnu starfi. Hér þarf greinilega að jafna bilið. Gæti verið að færri karlar fari í „kvennanám“ einfaldlega vegna þess að það eru töluvert lægri tekjur þar? Og getur verið að það séu töluvert lægri tekjur í þeim störfum vegna þess að þetta eru „kvennastörf“? Við þurfum að sýna öllum jaðarsettum hópum stuðning í háskólasamfélaginu. Við verðum að geta hjálpað þeim sem þurfa hjálpina og líka að reyna okkar besta til að koma í veg fyrir að þau þurfi hjálpina. Sem stendur er háskólasamfélagið ekki eins aðgengilegt fyrir alla, eins og má t.d. sjá af allri öráreitninni sem kemur frá þessum kynjuðu orðum. Það eru alls ekki öll sem flokka sig undir annað hvort konu eða karl. Það er fjölmargt annað í notkun, en þessu kynjuðu orð sem eru oftast notuð nú til dags gera það að verkum að þau sem skilgreina sig ekki sem konu eða karl taka síður þátt í háskólasamfélaginu. Því verðum við að reyna að huga að öllum og passa upp á að öll hafi jöfn tækifæri innan háskólasamfélagsins. Annað dæmi væri þau sem hafa ekki efni á því að vera í háskólanámi. Við þurfum að huga líka vel að þeim hópi og reyna að hjálpa þeim. Stéttaskipting gæti farið að spila inn í þetta mál. Við vitum að það er hægt að taka námslán og einnig námsgjaldalán, en það er bara því miður ekki heldur jafnt aðgengi að þeim fyrir öll. Oft eru lánin ekki nóg fyrir fólk til þess að lifa af og því þarf það að vinna með námi og þá skerðast lánin. Þetta er vítahringur sem er raunveruleiki allt of margra stúdenta hér á landi. Ef við horfum á Háskólann á Akureyri sérstaklega, þá á hann hrós skilið fyrir að vera mjög framarlega í því að hafa greiðan aðgang fyrir öll að námi með því sveigjanlega námsfyrirkomulagi sem er ríkjandi. Margir hópar stunda nám vegna þess að þeir geta stundað nám við Háskólann á Akureyri en gætu það ekki í öðru námsfyrirkomulagi. Þetta er fólk sem gæti ekki endilega sest á skólabekk og stundað háskólanám með hefðbundnum hætti. Hér í HA er hægt að taka það eiginlega alveg á sínum forsendum; hægt er að mæta í tíma í stofu í háskólanum, en einnig er hægt að mæta í tíma á Zoom og síðan er alltaf hægt að horfa á tímana seinna þegar hentar því þeir eru flestir teknir upp. Þetta er nefnilega alveg kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk, vinnandi fólk, langveikt fólk og svona mætti lengi telja. Þá er líka mikilvægt að tryggja áfram að hér séu námslotur sem dýpka skilning stúdenta á námsefninu og efla tengslanet þeirra um leið og þær þjóna þeim megintilgangi sínum að efla háskólasamfélagið. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fyrirkomulagið sé ekki hamlandi og að það sé skýrt í upphafi náms hvenær viðveru þinnar er óskað á staðnum. Þá þurfa deildir einnig að vera með eftirsóknarverðar lotur, þar sem eitthvað allt annað er gert en í hefðbundinni kennslustund. Ísland er mjög framarlega í jafnrétti á heimsvísu, en baráttan verður samt alltaf til staðar og þurfum við öll að vera tilbúin til að laga okkur að nýju umhverfi. Hugsum vel um náungann og gerum okkar besta til að gera heiminn að betri stað. Höfundur er varaformaður SHA og fulltrúi stúdenta í Jafnréttisráði HA.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun